Jenna Mastellone til liðs við Hamar-Þór

Körfuboltalið Hamars-Þórs samdi á dögunum við bandaríska bakvörðinn Jenna Mastellone um að spila með liðinu á komandi tímabili í 1. deildinni.

Jenna kemur frá St. Francis Háskólanum í Bandaríkjunum, þar sem hún var með rúm 10 stig að meðaltali í leik á lokaárinu sínu.

„Jenna Masstellone er fjölhæfur bakvörður sem mun vafalítið koma til með að styrkja liðið okkar á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu Hamars-Þórs.