Ægismenn í 8-liða úrslit eftir magnaðan sigur á Fylki

Ægismenn eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta eftir ævintýranlegan sigur gegn 1. deildar-liði Fylkis.

Jafnræði var með liðunum í þessum leik og áttu bæði Ægir og Fylkir fín færi í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki í netið.

Sama var upp á teningnum í seinni hálfleik og bæði lið áttu góð færi. Á 88. mínútu átti Cristofer Moises Rolin dauðafæri þar sem hann slapp einn í gegn en setti boltann í slánna.

Það var svo á 93. mínútu sem Ágúst Karel Magnússon skoraði glæsilegt mark rétt utan við vítateig og tryggði þar með Ægismönnum frábæran 1-0 sigur og farseðil í 8-liða úrslitin.