Aðalfundur Elliða hsf. verður haldinn þriðjudaginn 6. september n.k. kl.17:00 í Ráðhúsi Ölfuss.
Dagskrá fundar:
- Setning aðalfundarins
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun
- Ráðstöfun hagnaðar eða taps á reikningsárinu
- Ákvörðun um inntökugjald, félagsgjald, búsetugjald og gjald í viðhaldssjóð
- Tillögur til breytingar á samþykktum félagsins
- Kosning formanns til eins árs
- Kosning meðstjórnenda til tveggja ára
- Kosning þriggja varamanna í stjórn til tveggja ára
- Kosning löggilts endurskoðanda til tveggja ára
- Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna
- Kosninga þriggja manna í viðhaldsráð til eins árs
- Önnur mál
Tveir af þremur stjórnarmönnum hyggjast ekki gefa kost á sér áfram og því er auglýst eftir framboðum til stjórnar.
Stjórn Elliða hsf.