Myndakvöld hjá Ferðamálafélagi Ölfuss

Föstudaginn 7. október verður myndakvöld hjá Ferðamálafélagi Ölfuss, í Versölum. Myndakvöldið hefst kl.20:00. Gestur kvöldsins verður Bjarni Harðarson.

Dregin verða út nöfn þriggja göngugarpa sem gengu á Litla- Meitil í sumar og skráðu nafnið sitt í bók á  toppi fjallsins. Fá þeir vinninga frá félaginu.

Í ár er 25. starfsár félagsins og að því tilefni verður boðið upp á veitingar með kaffinu.