Þollóween nálgast!

Skammdegishátíðin Þollóween verður haldin í 5. sinn 23. – 29. október 2022. 

Eins og síðustu ár verður hræðileg dagskrá fyrir alla aldurshópa þar sem myrkrið og allt sem því tilheyrir verður í forgrunni. 

Eins og fyrri ár taka allar stofnanir sveitarfélagsins virkan þátt ásamt foreldrafélögum en skipulag er í höndum hóps léttgeggjaðra kvenna í þorpinu. 

Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta snemma og njóta dulúðarinnar í október saman.

Dagskráin verður birt á næstu dögum, gerið going/mæti á þennan viðburð á Facebooksíðu Þollóween og þá fer ekkert fram hjá ykkur!

Hafnarfréttir munu einnig gera dagskránni góð skil.