Alla miðvikudaga eru foreldramorgnar í Þorlákskirkju frá klukkan 10-12 þar sem er heitt á könnunni, spjall og notaleg samvera fyrir foreldra og börn.
Næsta miðvikudag, 12.október kemur Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir og svefnráðgjafi og verður með fræðslu og spjall um svefn ungbarna. Öll velkomin en hvetjum sérstaklega foreldra ungra barna til að mæta.
Hafdís er með instagram miðilinn Sofa borða elska