Ölver færir Bergheimum gjafir

Í sumar kom Kiwanisklúbburinn Ölver færandi hendi og færði Leikskólanum Bergheimum veglegt svampkubbaleiksett að gjöf. Leiksettið hentar öllum nemendum leikskólans og kemur til með að nýtast vel í salnum okkar góða til íþróttaiðkunar og annarra leikstunda.

Færðu þeir okkur einnig 5 segulkubbasett sem hafa notið gríðarlegra vinsælda hjá nemendum leikskólans.

Auk þess færði Kiwanisklúbburinn okkur 60 stk af vasaljósum síðasta vetur sem voru vel nýtt í skammdeginu og einmitt sá tími að koma aftur þar sem vasaljós geta verið skemmtilegt leikefni.

Færum við Kiwanismönnum bestu þakkir fyrir þessar gjafir. 

Fyrir hönd Bergheima

Nemendur og starfsfólk 

Svampkubbasettið mun koma að góðum notum.