Tveir leikir framundan í körfunni

körfubolti

Það er nóg að gera í körfuboltanum þessa vikuna en í dag mæta stelpurnar í 1. deildar liði Hamars-Þórs liði Tindastóls. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni og hefst klukkan 19:15. Nú er um að gera að mæta og styðja stelpurnar áfram.

Karlalið Þórs mætir svo Haukum í Subway deildinni á morgun. Leikurinn fer fram í Ólafssal í Hafnarfirði og hefst klukkan 20:15. Hann verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.