Frækinn sigur á heimavelli

Hamar-Þór lagði Tindastól 94-87 í 1. deild kvenna í körfubolta í kvöld. Stelpurnar voru í miklu stuði á heimavelli í Þorlákshöfn. Tindastóll átti góðan fyrsta leikhluta en heimakonur náðu sér á strik í öðrum leikhluta og staðan var 48-51 í hálfleik. Hamar-Þór náði síðan góðu forskoti í þriðja leikhluta og héldu því til leiksloka.

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst heimakvenna með 31 stig, Jenna Mastellone var með 23 stig og tók einnig 11 fáköst. Þá skoraði Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 19 stig í leiknum.

Hamar-Þór er nú í 5. sæti deildarinnar með 4 stig. Næsti leikur hjá liðinu verður miðvikudaginn 19. október en þá mæta stelpurnar liði Snæfells í Stykkishólmi.