Jónas gefur út nýtt lag

Föstudaginn 14. október kom út nýtt lag eftir Jónas Sigurðsson. Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar með Jónasi í þessu fallega lagi sem nefnist Faðir. Lagið er mjög í anda plötunnar Þar sem himin ber við haf sem kom út fyrir 10 árum síðan en Jónas ætlar ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar að halda tónleika í tilefni afmælis plötunnar í Háskólabíói þann 11. nóvember næstkomandi.

Hægt er að heyra lagið hér og þar má einnig lesa gríðarlega fallegan texta þess. Miðasala á tónleikana fer fram á Tix.is