Styrmir Snær snýr heim

Þór tapaði fyrir Haukum í Ólafssal í gærkvöld 90-84. Alonzo Walker var stigahæstur Þórsara með 18 stig og 11 fráköst. Styrmir Snær Þrastarson er genginn aftur til liðs við Þór eftir háskóladvöl í Bandaríkjunum. Hafnarfréttir bjóða hann velkominn heim og segist hann vonast til þess að fá sem flesta á völlinn í vetur.

Þór er nú á botni Subway deildarinnar án stiga eftir tvo leiki.

Á morgun er svo leikur í Vís bikarnum en þá mæta Þórsarar Hetti og fer leikurinn fram í MVA-höllinni á Egilsstöðum.