Tap á Egilsstöðum

Þór tapaði fyrir Hetti á Egilsstöðum 78-75 í Vís bikarnum í kvöld. Höttur leiddi nánast allan leikinn og Þórsarar sáu ekki til sólar þó oft hafi verið mjótt á munum. Stigahæstur í leiknum var Styrmir Snær Þrastarson með 23 stig. Þórsarar eru því úr leik í Vís bikarnum að þessu sinni.

Þór mætir Hetti aftur fimmtudaginn 20. október en þá í Subway deildinni. Sá leikur fer fram í Icelandic Glacial höllinni kl. 18:15 og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 Sport.