Hamar-Þór með verðskuldaðan sigur

Hamar-Þór sigraði með miklum mun þegar þær mættu Ármanni í 1. deild kvenna í körfubolta í gær 102-73. Leikurinn fór fram í Kennaraháskólanum.

Hamar-Þór voru með 13 stiga forskot í hálfleik og juku þær muninn enn frekar þegar leið á seinni hálfleik.

Jenna Mastellone var stigahæst í liði Hamars-Þórs með 38 stig og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir átti frábæran leik og skoraði 22 stig, tók 7 fráköst og 7 stoðsendingar.

Hamar-Þór er nú í 5. sæti deildarinnar með 6 stig eftir sjö leiki.

Tölfræði Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 38 stig, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 22stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Emma Hrönn Hákonardóttir 18 stig og 4 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdottir 8 stig, Gígja Rut Gautadóttir 6 stig og 6 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 4 stig og 6 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 4 stig og 6 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2 stig.