Grætur af gleði yfir Þollóween

Fullt nafn: Bæjardraugurinn Láki

Aldur: 72 ára

Fjölskylduhagir: Bý einn í myrkrinu

Starf: Hrekkjalómur

Hvað ertu búin að búa í Ölfusi í langan tíma? Hef búið hér frá því að bærinn byggðist eða frá 1951

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Moldarhúðaður steinbítur

Áttu þér uppáhalds bók, hver er hún? Þjóðsögur Jóns Árnasonar

Hvaða kvikmynd getur þú horft á aftur og aftur? Mér finnst Ghostbusters mjög góð

Hvað hlustar þú mest á? Sjávarniðinn og lætin í vindinum

Hver er þinn uppáhaldsstaður í Ölfusi? Allir myrkir staðir

Hvernig hressir þú þig við þegar þess þarf? Ég kíki stundum í sund

Hver er þín helsta fyrirmynd? Kampholtsmóri

Hvaða lag fær þig til að dansa? Haunted með Taylor Swift

Hefur þú grátið af gleði? Ef svo, hvað aðstæður kölluðu fram gleðitárin? Ég græt alltaf af gleði á Þollóween

Hvað elskar þú við Ölfus? Þollóween

Hvað myndir þú vilja sjá í Ölfusi sem ekki er hér nú þegar? Skemmtistað fyrir drauga

Hver er uppáhalds æskuminningin þín? Þegar ég hræddi manneskju í fyrsta sinn

Hvert dreymir þig um að fara? Til Grindavíkur. Þar búa allar beinagrindurnar

Áttu þér uppáhalds mottó, eða einhver orð sem þú hefur í huga dags daglega? Passaðu að vera ekki eins og draugur upp úr öðrum draug

Hvað er framundan hjá þér? Nú ætla ég bara að njóta skammdegisins

Eitthvað að lokum? Takk fyrir að vera svona dugleg að taka þátt í Þollóween