Jólabingó 10. bekkjar

Nemendur í 10. bekk grunnskólans halda jólabingó föstudaginn 2. desember kl. 19:30 í sal skólans. Í boði eru stórglæsilegir vinningar. Nemendur og aðstandendur þakka öllum sem gáfu vinninga kærlega fyrir stuðninginn. Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda en þau eru að safna fyrir útskriftarferð í vor.