Einar Sigurðsson býður til veislu í tilefni áttræðisafmælis

Kæru vinir

Í tilefni af 80 ára afmæli mínu 11. desember næstkomandi verður veisla haldin í Ráðhúsinu (Versölum) í Þorlákshöfn laugardaginn 10. desember og hefst hún kl. 19.00.

Það verður OPIÐ HÚS og léttar veitingar í boði.  Mér þætti  vænt um að sjá sem flesta vini og samferðamenn til að fagna með mér á þessum tímamótum. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar.

Með kveðju  Einar Friðrik Sigurðsson