GeoSalmo boðar til íbúafundar í Versölum

geo salmo

Starfsfólk GeoSalmo býður til íbúafundar í Versölum, ráðhúsi Ölfuss miðvikudaginn 14. desember næstkomandi. Kynnt verður umhverfismat fyrirtækisins ásamt framtíðaráformum. 

Húsið opnar kl. 18:00.

Framkvæmdastjóri GeoSalmo, Jens Þórðarson opnar með stuttri kynningu og verður síðan opnað fyrir spurningar og samtal við starfsfólk.

– Boðið verður uppá léttar veitingar að lokinni kynningu.