Emilía Hugrún með lag í jólalagakeppni Rásar 2

Það eru aðeins þrjú ár síðan ung Þorlákshafnarmær, Emilía Hugrún Lárusdóttir söng fyrst opinberlega en síðan hefur hún meðal annars sigrað Söngkeppni framhaldsskólanna en það gerði hún með glæsibrag á síðasta ári. Nú hefur Emilía Hugrún samið og gefið út glænýtt jólalag sem ber nafnið Jólaengill. Lagið komst í úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2 sem stendur nú yfir. Hægt er að hlusta á lagið hennar og kjósa hér.

Lagið er gullfallegt og Emilía Hugrún sýnir það og sannar með flutningnum að hún er svo sannarlega náttúrutalent. Blaðamaður Hafnarfrétta fékk að minnsta kosti gæsahúð af hrifningu við hlustunina. 

Hér er á ferð jólalag sem án efa mun hljóma á öldum ljósvakans um ókomna tíð.