Kr. verslun verður Krónan

krónan

Krónan hefur ákveðið að breyta verslun Kr. í Þorlákshöfn í Krónuverslun. Mun verð og opnunartími breytast frá og með deginum í dag en á nýju ári mun útlit og merki búðarinnar breytast í Krónuna.

Opnunartími Krónunnar í Þorlákshöfn frá og með 15. desember er frá kl. 10-19 alla virka daga og frá kl. 11-18 um helgar.

Einnig verður innleitt Skannað og skundað en það er sjálfsafgreiðslulausn Krónunnar sem hægt er að nálgast gegnum appið Snjallverslun Krónunnar.

Ingólfur Árnason verður áfram verslunarstjóri Krónunnar og vonast hann til þess að heimamenn sæki meira í verslunina í Þorlákshöfn en birgi sig ekki upp í borginni eða nágrannabæjum, það sé ekki aðeins hagkvæmt fyrir viðskiptavini heldur einnig umhverfisvænna. Býst hann við söluaukningu í versluninni og hlakkar til að sjá breytinguna ganga í gegn.

Samhliða þessari breytingu verður Kr. versluninni í Vík í Mýrdal einnig breytt í Krónuna.