Þórsarar unnu glæstan sigur á Stjörnunni í kvöld 128-104. Stigahæstur í liði Þórs var Vincent Malik Shahid með 41 stig og 13 stoðsendingar. Styrmir Snær Þrastarson skoraði 26 stig og tók 9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson skoraði 19 stig og Fotios Lampropoulos 16 stig og 11 fráköst. Þórsarar geta því farið sáttir inn í jólin en þetta var síðasti leikur í Subway deildinni fyrir jól. Næsti leikur er 30. desember á móti Grindavík.
Tengdar fréttir

Þorlákshafnarbúar hljóta viðurkenningar KKÍ
Verðlaunahátíð KKÍ var haldin í dag þar sem leikmenn og þjálfarar í efstu deildum karla og kvenna voru heiðraðir. Þar…

Hamar-Þór er Íslandsmeistari
Hamar-Þór er Íslandsmeistari í 12. flokki kvenna í körfubolta 2022-2023 eftir sigur í oddaleik gegn KR 63-76. Emma Hrönn Hákonardóttir…

Hamar-Þór leiðir einvígið gegn KR
Hamar-Þór leiðir 1-0 eftir öflugan sigur á KR í kvöld í fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn 69-73. Næsti leikur…