Lokanir mögulegar á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt

Það er gul viðvörun framundan fyrir suðvesturhornið. Búið er að boða svokallaða mjúka lokun á Hellisheiði og Þrengslum kl. 3 í nótt vegna veðurspár en það merkir að þá sé verið að undirbúa mögulega lokun. Björgunarsveitir taka sér stöðu og bíða frekari fyrirmæla frá Vegagerðinni.

Björgunarsveitin Mannbjörg biðlar til fólks að halda sig heima á meðan svo moksturstæki eigi greiðan aðgang.

Gott kvöld kæru íbúar í Þorlákshöfn, Ölfusi og nágrenni. Veðurguðirnir ætla heldur betur ekki að vinna með okkur þessa…

Posted by Björgunarsveitin Mannbjörg on Sunnudagur, 18. desember 2022