Allar leiðir lokaðar frá Þorlákshöfn

Ekkert ferðaveður er sem stendur og allar leiðir frá Þorlákshöfn lokaðar. Mikill vindur er í bænum og blint og skefur hressilega.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir suður- og suðvesturland fram á miðvikudagsmorgun.