Gul viðvörun og áfram lokað

Enn eru allar leiðir lokaðar til og frá Þorlákshöfn. Gul viðvörun er í gildi um allt land og verður fram til morguns. Fólk er beðið að fylgjast vel með veðurspá og kanna færð á vegum áður en lagt er upp í ferðalög. Best er þó að halda sig heima þar til búið er að hreinsa vegi og tryggja öryggi vegfarenda.