Þór laut í gras fyrir Haukum í kvöld

Þórsarar biðu ósigur á heimavelli í kvöld þegar þeir mættu Haukum í Subway deildinni í körfubolta.

Þórsarar byrjuðu ágætlega og voru yfir í hálfleik 46-41. Haukar náðu að jafna fljótlega í seinni hálfleik og var leikurinn æsispennandi þar til í lok 4. leikhluta en þá sölluðust Haukar framúr og unnu 97-88.

Vincent Shahid var stigahæstur Þórsara með 25 stig og 8 stoðsendingar.

Þór er nú í 11. sæti með 6 stig.

Tölfræði Þórs: Vincent Shahid 25 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Pablo Hernandez 17 stig og 6 fráköst, Fotios Lampropoulos 15 stig, Tómas Valur Þrastarson 10 stig og 6 fráköst, Jordan Semple 4 stig og 7 fráköst.