Barátta í Frostaskjólinu

Hamar/Þór mætti KR síðastliðinn miðvikudag í Vesturbænum. Leikurinn fór 100-92 fyrir KR og sýndu stelpurnar í Hamri/Þór að þær láta hreint ekki vaða yfir sig. Það var ekki fyrr en í 4. leikhluta sem KR-ingar náðu að gera út um leikinn.

Jenna Mastellone skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og átti 7 stoðsendingar. Emma Hrönn Hákonardóttir skoraði 26 stig og tók 12 fráköst.

Hamar/Þór er nú í 5. sæti 1. deildarinnar með 18 stig.