Grunnskólinn heldur upp á 60 ára afmælið

Á þessu skólaári eru liðin 60 ár frá því Grunnskólinn í Þorlákshöfn hóf starfssemi sína. Af því tilefni bjóðum við til veislu.

Skólinn verður opinn frá kl. 16-18 fimmtudaginn 23. mars fyrir gesti og gangandi. Nemendur sýna fjölbreytt verkefni ásamt því að boðið verður upp á afmælisköku, Kahoot, dans, söng og fleira skemmtilegt.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Þorlákshöfn