Grunnskólinn hélt upp á 60 ára afmælið

Sextíu ára afmælishátíð Grunnskólans í Þorlákshöfn var haldin með pompi og prakt í dag. Skólinn var opinn gestum frá kl. 16-18 og var hægt að kanna hvern krók og kima skólans, skoða verkefni nemenda, taka þátt í leikjum, horfa á viðtöl og í boði voru frábær skemmtiatriði, söng og dans. Boðið var upp á afmælisköku og kaffi.

Mikið fjölmenni var á hátíðinni og greinilegt að öllum fannst gaman að fá að taka þátt í þessari afmælisveislu. Hafnarfréttir óska Grunnskólanum í Þorlákshöfn innilega til hamingju með sextíu árin.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá afmælishátíðinni í dag.