Ægismenn sóttu 5. deildar lið Smára heim í Mjólkurbikar karla í dag. Leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi. Dimitrije Cokic skoraði fyrsta mark Ægismanna um miðjan fyrri hálfleik og Bjarki Rúnar Jónínuson bætti svo tveimur mörkum við og staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Ægi. Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og Atli Rafn Guðbjartsson rak svo endahnútinn á 6-1 sigur Ægismanna á 88. mínútu. Þeir hafa þannig tryggt sér sæti í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Tengdar fréttir

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar 3.-4. júní
Björgunarsveitin Mannbjörg býður upp á glæsilega dagskrá um sjómannadagshelgina 3.-4. júní eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ölfus gerist heilsueflandi samfélag
Í dag fór fram athöfn í Versölum þar sem skrifað var undir samning um að Sveitarfélagið Ölfus gerist heilsueflandi samfélag.…

Jarðhitavirkni undir Hringvegi
Vegfarendum ekki hætta búin Aukin jarðhitavirkni hefur mælst undir Hringvegi (1) í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Vegagerðin vinnur að…