Ægismenn sóttu 5. deildar lið Smára heim í Mjólkurbikar karla í dag. Leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi. Dimitrije Cokic skoraði fyrsta mark Ægismanna um miðjan fyrri hálfleik og Bjarki Rúnar Jónínuson bætti svo tveimur mörkum við og staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Ægi. Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og Atli Rafn Guðbjartsson rak svo endahnútinn á 6-1 sigur Ægismanna á 88. mínútu. Þeir hafa þannig tryggt sér sæti í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Tengdar fréttir
Kiwanisklúbburinn Ölver býður nemendum 8. og 9. bekkjar í Landmannalaugar
Nemendur í 8. og 9. bekk fóru í ógleymanlega ferð í Landmannalaugar þann 3. september. Þetta var sjötta ferðin sem…
Ölfus, land tækifæranna
Mynd: Víðir Björnsson Atvinnulífið blómstrar í Ölfusi. Sveitarfélagið og innviðir þess standa sterkum fótum og tækifærin eru fjölmörg. Eitt þeirra…