Ægismenn sóttu 5. deildar lið Smára heim í Mjólkurbikar karla í dag. Leikurinn fór fram í Fífunni í Kópavogi. Dimitrije Cokic skoraði fyrsta mark Ægismanna um miðjan fyrri hálfleik og Bjarki Rúnar Jónínuson bætti svo tveimur mörkum við og staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Ægi. Brynjólfur Þór Eyþórsson skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og Atli Rafn Guðbjartsson rak svo endahnútinn á 6-1 sigur Ægismanna á 88. mínútu. Þeir hafa þannig tryggt sér sæti í 32. liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Tengdar fréttir

Nýr fundartími íbúafundar
Nýr fundartími íbúafundar á vegum Heidelberg Materials vegna fyrirhugaðar móbergsvinnslu í Ölfusi, er þriðjudagurinn 29. ágúst, kl. 20. Fyrri fundi var…

Vel heppnuð Hamingja
Hamingjan við hafið var haldin með pompi og prakt í Þorlákshöfn dagana 8.-12. ágúst. Dagskráin var fjölbreytt og fyrir allan…

Hamingjan er svo sannarlega hér
Hamingjan við hafið heldur áfram og í gærkvöld var heldur betur glatt á hjalla hér í Þorlákshöfn. Litaskrúðganga hverfanna lagði…