Þórsarar jafna í einvíginu gegn Haukum

Þórsarar jöfnuðu metin á heimavelli í 8 liða úrslitum gegn Haukum í kvöld 96-75. Staðan er því 1-1 en Haukar unnu fyrsta leikinn í einvíginu síðastliðinn miðvikudag.

Þórsarar leiddu alveg frá upphafi og voru 14 stigum yfir í hálfleik, 44-30.

Stigahæstur Þórsara var Jordan Semple með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Önnur stig komu frá Vincent Shahid með 14 stig og 8 stoðsendingar, Styrmir Snær Þrastarson með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Pablo Hernandez með 12 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar, Tómas Valur Þrastarson með 12 stig, Davíð Arnar Ágústsson með 11 stig og 5 fráköst, Emil Karel Einarsson með 6 stig, Fotios Lampropoulos með 5 stig og 7 fráköst og Tristan Rafn Ottósson með 2 stig.

Næsti leikur í einvíginu fer fram á Ásvöllum miðvikudaginn 12. apríl kl. 20:15. Mætum á völlinn og styðjum Þórsara alla leið.