Þórsarar þurfa allan stuðning sem í boði er

Staðan í einvígi Þórs Þorlákshöfn og Hauka í úrslitakeppni karla í körfubolta er nú 2-1 eftir að Haukar lögðu Þórsara 104-90 síðastliðinn miðvikudag.

Næsti leikur í seríunni verður á morgun hér í Þorlákshöfn og nú mæta allir sem vettlingi geta valdið til að styðja strákana úr stúkunni. Þeir þurfa á öllum styrk að halda til að tryggja sér oddaleik.

Leikurinn hefst kl. 20:15 í Icelandic Glacial höllinni.