Körfuboltinn enn í fullu fjöri – úrslitakeppnir framundan

Stelpurnar í 12. flokk Hamars-Þórs í körfubolta spila úrslitaseríu við KR þar sem vinna þarf 2 leiki til að verða Íslandsmeistari. Fyrsti leikur er í Vesturbænum á morgun klukkan 18.15. Næsti leikur verður svo heimaleikur hér í Þorlákshöfn sunnudaginn 14. maí klukkan 14.00.

Strákarnir í 10. flokk spila einnig úrslitaleik næstu helgi og með sigri gætu þeir komist upp um deild. Sá leikur hefst klukkan 11.30 í Keflavík.

Endilega fjölmennum á leikina og sýnum okkar unga og efnilega íþróttafólki góðan stuðning!!

ÞÓR Í ÞÚSUND ÁR!