Ölfus gerist heilsueflandi samfélag

Í dag fór fram athöfn í Versölum þar sem skrifað var undir samning um að Sveitarfélagið Ölfus gerist heilsueflandi samfélag. Jóhanna Margrét Hjartardóttir sviðsstjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs flutt ávarp og Alma D Möller landlæknir kynnti verkefnið Heilsueflandi samfélag fyrir viðstöddum. Að því loknu undirrituðu Sandra Dís Hafþórsdóttir staðgengill bæjarstjóra og Alma D Möller samninginn. Athöfninni lauk með danssýningu nokkurra grunnskólastúlkna en þær fluttu frumsaminn dans undir handleiðslu Önnu Berglindar Júlídóttur danskennara.

Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.