Tónlistarveisla á Hamingjunni við hafið

Dagskrá Hamingjunnar við hafið sem fram fer 8.-13. ágúst er óðum að mótast og verður kynnt á næstu vikum. Föstudagskvöldið 11. ágúst og laugardagskvöldið 12. ágúst verður sannkölluð tónlistarveisla í boði. Viðburðir helgarinnar fara allir fram í stóru tjaldi í Skrúðgarðinum og leitast verður við að skapa hina einu sönnu Þorláksvökustemningu sem margir kannast við frá 9. og 10 áratugnum hér í Þorlákshöfn.

Fjölmargir listamenn munu koma fram og hér má sjá þau sem hafa staðfest komu sína á Hamingjuna við hafið í ár:

Enn er pláss fyrir allskonar viðburði og skemmtilegheit þessa tæpu viku sem hátíðin stendur. Ef einhver lumar á skemmtilegri hugmynd eða vill vera með viðburð má hafa samband við viðburðastjóra hátíðarinnar Magnþóru Kristjánsdóttur á netfanginu magnthora@gmail.com. Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir, listasýningar, heimboð, bílskúrssölur eða hvað eina sem ykkur dettur í hug að gera.

Ekki verður um eiginlegar hverfanefndir að ræða í ár en fólk er hvatt til þess að skreyta í hverfalitunum og vinna saman að því að gera hverfin sem glæsilegust.