Emma Hrönn stigahæst í sigri Íslands í gær

U 18 stúlknalið Íslands lék fyrsta leik sinn á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð í gær. Lið Íslands sigraði 62-90.

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst í Íslenska liðinu með 20 stig og næst stigahæst var Hildur Björk Gunnsteinsdóttir með 13 stig en þær koma báðar frá Þorlákshöfn.

Nú stendur yfir leikur Íslands gegn Danmörku og verða úrslitin kunngjörð hér á Hafnarfréttum að honum loknum. Hægt er að fylgjast með mótinu hér.