Sigur gegn Danmörku á Norðurlandamótinu

Leik Íslands og Danmerkur í Norðurlandamótinu í Södertelje er lokið og sigruðu íslensku stelpurnar með 68 stigum gegn 58.

Emma Hrönn Hákonardóttir var stigahæst í liði Íslands í leiknum með 17 stig. Hildur Björk Gunnsteinsdóttir var með 15 stig og 7 fráköst.

Glæsilegt hjá íslensku stelpunum.

Næsti leikur verður gegn Finnlandi á morgun og hefst sá leikur kl. 14:00.