Víkingurinn 2023

Keppni sterkustu manna landsins fer fram 13. – 16. júlí næstkomandi og verður keppt í tveimur greinum í Þorlákshöfn.

Keppnin verður í Skrúðgarðinum fimmtudaginn 13. júlí og hefst keppni kl. 16. Keppt verður í Myllugöngu og Víkingapressu. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir í Skrúðgarðinn til að sjá kraftajötnana taka á í aflraununum. 

Umsjónarmaður keppninnar er Magnús Ver Magnússon.