Tilnefningar til lista- og menningarverðlauna Ölfuss 2023

tholloween verðlaun

Bæjarráð auglýsir eftir tilnefningum til lista- og menningarverðlauna Ölfuss fyrir árið 2023. Hægt er að tilnefna einstakling eða hóp sem starfað hefur saman á lista- og/eða menningarsviðinu.

Tilnefningar skulu rökstuddar og þeim fylgja upplýsingar um viðkomandi einstakling eða hóp. Nafn þess sem tilnefnir þarf að fylgja, svo hægt sé að nálgast nánari upplýsingar sé þess þörf.

Tilnefningar sendist til sviðsstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs á netfangið jmh@olfus.is í síðasta lagi þriðjudaginn 1. ágúst 2023.

Verðlaunin verða veitt á hátíðinni Hamingjan við hafið sem haldin verður í ágúst.

Myndin hér að ofan sýnir hluta Þollóween hópsins sem hlaut verðlaunin fyrir árið 2022.