Leikjadagur í Hamingjunni

Dagskrá Hamingjunnar við hafið í gær var heldur betur fjörug. Farið var í allskonar skemmtilega leiki í Skrúðgarðinum og þar lék sér saman fólk á öllum aldri. Veðrið var upp á sitt besta og gleðin skein úr hverju andliti.

Eftir leikina í garðinum héldu krakkar 10 ára og eldri í íþróttahúsið þar sem Ungmennaráð Ölfuss stóð fyrir bubbluboltamóti. Þar var mikið fjör og góður andi.

Meðfylgjandi eru myndir sem Teddi Owen tók af leikjum gærdagsins.