Kettir veikjast – eitur í umferð

Borið hefur á því undanfarna daga að kettir hér í bænum hafa veikst eftir að hafa innbyrt eitraðan mat og er grunur á að um sé að ræða matvæli menguð með frostlegi. Nú þegar er einn köttur dáinn og annar á dýraspítalanum á Stuðlum, mikið veikur.

Á Facebooksíðunni Kettir í Þolló kemur fram að fólk hafi orðið vart við brauð, kjöt og fleira matarkyns á göngustígum og víðar um Þorlákshöfn. Biðlað er til fólks að hafa augun hjá sér varðandi þetta og tína upp og farga slíku ef vart verður við mat eða matarleifar utandyra og fylgjast vel með gæludýrum sínum.

Veikist gæludýr skyndilega er brýnt fyrir eigendum að hafa samband strax við dýralækni.