Brenna og flugeldasýning á gamlársdag

Brenna og flugeldasýning verða á sínum stað við norðurenda Óseyrarbrautar (á móti gámasvæðinu). Það eru Kiwanisklúbburinn Ölver og Björgunarsveitin Mannbjörg sem sjá um sýninguna. Kveikt verður í brennunni kl. 17:00 og flugeldum skotið á loft skömmu síðar.

Gleðilegt ár!