Miðasala á þorrablótið

Miðasala á Þorrablótið í Versölum fór vel af stað í kvöld. Miðasalan verður opin aftur á morgun, miðvikudaginn 24. janúar frá kl. 19:00-20:30 í Kiwanishúsinu við Óseyrarbraut. Það borgar sig ekki að draga miðakaupin því það gæti orðið uppselt.

Þorrablótið verður haldið í Versölum þann 3. febrúar. Veisluþjónusta Suðurlands sér um matinn og hljómsveitin Sunnan 6 sem skartar meðal annars heimamanninum Þresti Ægi Þorsteinssyni sér um að halda uppi stuðinu á dansgólfinu. Ágústa Ragnarsdóttir sér um að stýra veislunni og nefndin er í óðaönn að setja saman heimatilbúin skemmtiatriði sem ættu að kitla hláturtaugarnar.

Hestamannafélagið Háfeti, Kiwanisklúbburinn Ölver og Leikfélag Ölfuss