Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis-og auðlindaráðherra, mun kynna sér hvernig nemendur Grunnskólans í Þorlákshöfn hafa minnkað matarsóun í skólanum á miðvikudaginn í Ráðhúsi Ölfuss klukkan 12:00.
Við sama tilefni verður skrifað undir samstarfssamning milli Landgræðslu ríkisins, Skógræktarinnar og Sveitarfélagsins Ölfuss um að græða upp land og rækta skóg á Þorlákshafnarsandi.