Eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973 voru flutt inn rúmlega 500 einingahús og byggð á um 20 stöðum á landinu, svokölluð Viðlagasjóðshús, til að mæta húsnæðisþörfum Eyjamanna. Þau hafa nú verið heimili margra Íslendinga og þar á meðal Þorlákshafnarbúa en eins og flestir vita eru Viðlagasjóðshús í Eyjahrauninu.
Kristjana Aðalgeirsdóttir, arkitekt, vinnur að rannsóknarverkefni um enduruppbyggingu eftir náttúruhamfarir við Aalto Háskólann í Finnlandi. Hluti af því er könnun um Viðlagasjóðshúsin og vonast Kristjana að sem flestir núverandi og fyrrverandi íbúar sjái sér fært að svara spurningum um húsin, sem bæði snúast um þróun og breytingar en einnig upplifun fólks af að búa í þeim.
Hér má svara könnun Kristjönu. Frekari upplýsingar veitir Kristjana á Kristjana.adalgeirsdottir@aalto.fi eða í síma +358 44 522 5023.