Knattspyrnufélagið Ægir hefur samið við Sveinbjörn Jón Ásgrímsson um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö tímabil ásamt því að sinna starfi yfirþjálfara yngri flokka. Frá þessu er greint í tilkynningu félagsins.
„Sveinbjörn er fæddur 1968 og er uppalinn Þorlákshafnarbúi. Hann átti farsælan knattspyrnuferil og spilaði meðal annars með Ægi, Hvöt, Tindastól og Skallagrím á árum áður. Hann sneri sér síðan að þjálfun og hefur komið að þeim störfum víða og líka hér í Þorlákshöfn.“
Sveinbjörn var aðstoðarþjálfari Ægis á síðasta tímabili og þá þjálfaði hann yngri flokka og meistaraflokk Ægis árin 2007-2010.