Boðað er til kynningar vegna fyrirhugaðrar fiskeldisstöðvar Landeldis ehf. í Versölum Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn, 1. mars, kl. 17:30.
Landeldi ehf. er þróunarfélag, sem stendur að gerð fiskeldisstöðvar við Laxabraut í Þorlákshöfn. Verkefnið miðar að 5.000 tonna, vistvænni framleiðslu á laxfiski, og hefur undirbúningur staðið yfir í eitt og hálft ár. Verkefnið mun verða kynnt nánar á íbúafundi í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss, á fimmtudag, 1. mars n.k. og eru íbúar hvattir til að mæta og kynnast nánar þeim markmiðum sem Landeldi ehf. stefnir að við gerð verkefnisins.
Auk kynningarerindis er gert ráð fyrir fyrir fyrirspurnum og umræðum.