Það verður fjör á VISS, vinnu- og hæfingarstöð í Þorlákshöfn í dag þegar hafin verður sala á jólavörum og öðrum vörum. Opið verður frá 10-14.
Boðið verður upp á kaffi og smákökur í tilefni dagsins. Fullt af fallegum skrautmunum og nytjahlutum úr ýmsum efnivið en á VISS er lögð áhersla á endurvinnslu hráefnis.
Opið er alla virka daga frá 9 til 13.