Fyrsti bikar heimaleikurinn í þrjú ár – Haukar í 8 liða

thor_skallagrimur-15Í gær var dregið í 8 liða úrslit bikarkeppni karla í körfubolta.

Sá sögulegi atburður átti sér stað að Þórsarar fengu heimaleik en það hefur ekki gerst síðan 5. nóvember 2010.

Þór fær Hauka í heimsókn og fara leikirnir í 8 liða úrslitum fram dagana 18.-20. janúar.

Þór fær einmitt Hauka í heimsókn í Dominos deildinni núna föstudaginn en bæði lið standa jafnfætis í deildinni með 8 stig.