Haukar heimsækja Þórsara í kvöld

Þorsteinn og Sovic munu láta finna fyrir sér í kvöld.
Þorsteinn og Sovic munu láta finna fyrir sér í kvöld.

Í kvöld mæta nýliðar Hauka í höfnina og etja kappi við Þórsara í Dominos deildinni í körfubolta. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial höllinni og hefst hann klukkan 19:15.

Haukar eru með gott lið og hafa valdið usla það sem af er tímabils. Bæði lið eru jöfn að stigum með 8 stig eftir jafn marga leiki og því mikið í húfi fyrir bæði lið í kvöld.

Fastlega má reikna með fjörugum leik þar sem hart verður barist allt til loka.