Fimleikadeild Þórs mun halda sína árlegu jólasýningu laugardaginn, 14. desember í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.
Á hverju ári er ákveðið þema á sýningunni. Í ár er þemað Ávaxtakarfan en hana ættu flest allir að kannast við.
„Sýningin byrjar klukkan 11:00 og hvetjum við alla til að koma og horfa en það verður frítt inn,“ segir Berglind Eva þjálfari fimleikadeildar Þórs í samtali við Hafnarfréttir.