Þórsarar unnu glæsilegan 10 stiga sigur á íslandsmeisturum Grindavíkur í kvöld. Lokatölur voru 78-88.
Þórsarar áttu líklega einn sinn besta leik í vetur og spiluðu góðan varnarleik með Ragnar Nat í broddi fylkingar en hann tók 25 fráköst í leiknum.
Stigahæstir í liði Þórs voru Mike Cook með 24 stig, Ragnar gerði 19 og tók eins og fyrr segir 25 fráköst, Sovic skoraði 18 stig, Baldur 14 og Tommi 11.
Næsti leikur Þórs er heimaleikur á sunnudaginn þegar ÍR mætir í heimsókn í höfnina. Leikurinn hefst klukkan 19:15.